Papaver lateritum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
lateritum
Íslenskt nafn
Múrsól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skær appelsínugulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há, þétt hærð. Stönglar margir, greinóttir. Laufin lensulaga, óreglulega djúp-sagtennt.
Lýsing
Blómin 1-3, allt að 5 sm í þvermál. Bikarblöð mjúkhærð til smástinnhærð. Krónublöð skær appelsínugul eða rauð. Frænisskífa 5-6 geisla. Aldin aflöng-kylfulaga.
Uppruni
Armeria, Tyrkland
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í fjölæringabeð.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar teknar þar. Er ekki í Lystigarðinum 2015.