Papaver microcarpum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
microcarpum
Íslenskt nafn
Refasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur-appelsínugulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
(5-)10-15(-20) sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt. Laufin fjaðurskipt, 8 sm löng, egglaga til lensulaga, með 2-3 pör af bandlaga flipum, jaðrar sagtenntir eða næstum heilrendir, snubbótt. Laufleggurinn dúnhærður.
Lýsing
Krónublöð gul-appelsínugul, 1-2 sm löng, blómin stök og endastæð. Aldin öfugegglaga, 9-10 mm löng.
Uppruni
Tempraði hluti Asíu (Rússland, Síbería).
Heimildir
www.plantes-botanique.org/espece-papaver-microcarpum, botany.cz/cs/papaver-microcarpum
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2011 og gróðursett í beð 2015.