Papaver nudicaule

Ættkvísl
Papaver
Nafn
nudicaule
Íslenskt nafn
Garðasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með gulan grunnblett, gulur, appelsínugulur, ferskjulitur eða fölrauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há. Stöngull mjög stuttur. Flest laufin grunnlauf, 3-15 sm, fjaðurskert til fjaðurskipt, dálítið bláleit, dúnhærð, flipar 3-4, aflöng, ydd, skert, stöku sinnum broddydd.
Lýsing

Blóm allt að 7,5 sm í þvermál, stök, stundum ofkrýnd. Krónublöð 4, öfugegglaga, ytra parið stærra en hitt, hvít með gulan grunnblett, gul, appelsínugul, ferskjulit eða fölrauð, í fellingum. Frjóhnappar gulir, frænisskífa 4-6 geisla. Aldin allt að 1,5 sm, aflöng eða öfugegglaga-hnöttótt, oftast stinnhærð.

Uppruni
Norðurhvel, hálfarktísk.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
í steinhæð, í breiður með grösum, í blómaengi með bláklukkum, fjólum og fleiri tegundum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur frá mismunandi árum undir þessu nafni. Sáir sér mikið og heldur sér við með sáningu. Harðgerð jurt, ekki heppileg garðplanta, sáir sér ótæpilega.