Papaver oreophilum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
oreophilum
Íslenskt nafn
Kögursól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 15 sm há, myndar þéttar breiður. Stönglar margir, greinast ofantil. Laufin hærð, grunnlauf lensulaga-aflöng og fjaðurskipt eða ydd og djúpskert, stöngullauf legglaus, mjó við grunninn.
Lýsing
Blómskipunarleggir allt að 15 sm, bugðóttir. Blómknúppar allt að 1,5 sm í þvermál, egglaga-hnöttóttir, þétthærð, blómin 2 á stöngli. Krónublöð allt að 4,5 sm, djúprauð. Frænisdiskur kúptur, 5-7 geisla. Aldin öfugegglaga-kylfulaga, allt að 1 sm.
Uppruni
Kákasus.
Harka
8
Heimildir
1, www.missouribotanicalgarden.org/PlantFinder/PlantFinderDetails.aspx?taxonid=284880&isprofile=0&
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Var lengi til í Lystigarðinum, er er ekki þar 2015.