Papaver radicatum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
radicatum
Íslenskt nafn
Melasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur, bleikur, hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, þéttþýfð, allt að 20 sm há. Lauf 5-10 sm, fjaðurskipt eða flipótt, flipar lensulaga til öfugegglaga, heilrend eða skert, hvassydd.
Lýsing
Blómstilkur allt að 20 sm hár. Með ryðlita eða svarta dúnhæringu. Blómin allt að 5 sm í þvermál. Krónublöð hvít eða gul, sjaldan bleik.
Uppruni
N Evrópa, V Asía. (Íslensk tegund.)
Harka
3
Heimildir
= 1, www.floraislands.is/papavrad.html
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð tegund sem þrífst ágætlega í görðum, en getur orðið hálfgerð plága þar sem hún sáir sér mikið.
Yrki og undirteg.
ssp. stefansonii Á.Löve er með hvít eða rauðbleik blóm, mjólkursafi hvítur. Þessi undirtegund er í Lystigarðinum, gömul þar, heldur sér við með sáningu. ---ssp. steindorsonianum vex víða á Austfjörðum. Blómin gul og mjólkursafi hvítur. ssp. radicatum er algeng á Vestfjörðum, blómin gul og mjólkursafi gulur.