Paradisea liliastrum

Ættkvísl
Paradisea
Nafn
liliastrum
Íslenskt nafn
Paradísarlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Anthericum liliastrum L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Lauf 4-7, 12-25 sm.
Lýsing
Blómstönglar 30-60 sm háir. Blómklasar með 3-10 blóm, sem oftast vita öll til einnar hliðar. Blómhlíf trompetlaga, blómhlífarblöð með nögl. Blómhlífarblöð 3-5 sm, hvít, oft með græna odda. Stíll og fræflar uppsveigðir og frjóhnappar festir á bakinu. Hýði 1,3-1,5 sm.
Uppruni
Fjöll í S-Evrópu.
Harka
3
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting á jarðstönglum, sáning.
Notkun/nytjar
Í blómabeð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð planta sem þrífst vel hérlendis. Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur (frá því fyrir 1956) og tvær sem sáð var til 1981, gróðursett í beð 1983, allar þrífast mjög vel.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Major' er með stærri blóm og er kröftugri planta.