Penstemon attenuatus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
attenuatus
Íslenskt nafn
Hlíðagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur, blápurpura til fjólublár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með velþroskaða grunnblaðhvirfingu, stönglar grannir, 30-60 sm. Lauf 4-10 x 1-2 sm að leggnum meðtöldum, bandlensulaga til egglaga, heilrend til mjög smátennt, minnka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, efstu laufin greipfætt, djúpgræn, hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin lík klasa, stinn, úr 3-7 blómknippum, kirtildúnhærð. Bikar 4-7 mm, flipar lensulaga, heilrendir, með mjóan himnukenndan jaðar. Krónan strend, tvívöruð, 14-20 mm, fölgul eða blápurpura til fjólublá, gin hvít-loðin í efra gómi, gervifrævill nær út í munnan, efst gullinhærður.
Uppruni
N-Ameríka (Washington til Oregon og Idaho).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þesu nafni, sem sáð ar til 1997 og gróðrsettur í beð 2009. Harðgerður-meðalharðgerður.