Penstemon cardwelli

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
cardwelli
Íslenskt nafn
Breiðugríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Skærpurpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar breiðan brúsk, 10-20 sm háan, stundum hærri, hárlaus neðantil. Lauf 1,5-4 x 0,7-1,4 sm, oddbaugótt, sagtennt, með strjálar, meira eða minna smáar tennur.
Lýsing
Blómskipunin klasi, með fá eða allmörg blóm, stinn, lítið eitt smá kirtildúnhærð. Bikar 8-12 mm, flipar lensulaga, yddir eða mjókka fram á við. Krónan 25-38 x 7 mm, skærpurpura, rif á neðan á krónunni langhrokkinhærð. Gervifræflar mjög grannir, hálf lengd frjóu fræflanna, gulloðnir.
Uppruni
N Ameríka (Washington, Oregon).
Harka
8
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/54754#b
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2009.