Penstemon confertus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
confertus
Íslenskt nafn
Gulgríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, (sígræn?)
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl brennisteinsgulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, alveg hárlaus, með vel þroskaða blaðhvirfingu við grunninn, stönglar grannir, 2-5 sm. Lauf 3-7 x 2 sm, lensulaga til öfuglensulaga, þunn, stöngullauf smá, laufleggir stuttir og grannir.
Lýsing
Blómskipunin klasalík, stinn með 2-7 þétt blómknippi. Bikar 3-5 mm, flipar lensulaga til breið aflangir, oddur sýllaga til snögg-odddreginn, mjög þunn, með mjög breiðan himnukenndan jaðar. Króna 8-12 mm, pípulaga, ekki áberandi tvívara, föl brennisteinsgul, gómur brúnloðinn.
Uppruni
N-Ameríka (British Columbia til Alberta, Montana og Oregon).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð og falleg tegund (H. Sig.). Í Lystigarðinum er ein planta undir þessu nafni á skrá. Til hennar var sáð 1974, henni skipt og sá hluti gróðursettur í beð 1990, þrífst vel.