Penstemon davidsonii

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
davidsonii
Íslenskt nafn
Urðagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjóublá-purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem er mjög lík urðagrímu (P. menziesii) nema hvað öll laufin eru heilrend. Myndar skriðular breiður. Stönglar trékenndir neðst.
Lýsing
Blómstönglar allt að 10 sm háir. Blómin eru smærri en hjá urðagrímu (P. menziesii). Krónan 18-35 mm.
Uppruni
N-Ameríka (Washington til Kalifornía).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1990, þrífast mjög vel og eru fyrir löngu orðnar stórar breiður.