Penstemon euglaucus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
euglaucus
Íslenskt nafn
Brekkugríma*
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með vel þroskaða grunnlaufahvirfingu, hárlaus og öll meira eða minna bláleit. Stönglar 15-50 sm, grannir til fremur stinnir. Lauf 4-10 sm, oddbaugótt, mjókkar að grunni, fremur þétt í sér, laufleggurinn stuttur.
Lýsing
Blómskipunin klasalík, stinn, með 1-5 blómknippi, meira eða minna strjál, blómmörg. Bikar 4-5 mm, flipar breið aflöng-öfugegglaga með snögg-rófuyddan odd hálfa lengdina. Króna 11-15 mm, í meðallagi stór, djúpblá, gómur ljós gulhærður. Gervifræflar ná út í opið með léttan eða þéttan brúsk af stuttum gullnum hárum.
Uppruni
N Ameríka (Washington til Oregon (Cascade fjöll)).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhærðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2007.