Penstemon fruticosus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
fruticosus
Íslenskt nafn
Runnagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós grábláfjólublár til fölpurpura.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Myndar þétta, breiða brúska allt að 40 sm hár, hárlaus eða hrímug neðan við blómskipunina. Stönglar runnkenndir neðst. Lauf 1-5 x 0,5-1,5 sm, mjólensulaga til öfuglensulaga eða oddbaugótt, heilrend eða smásagtennt eða tennt, smækka mjög ört eftir því sem ofar dregur, græn, oft gljáandi, leðurkennd.
Lýsing
Blómskipunin stinn, einhliða, dálítið hliðsveigð, fremur þétt, kirtil-dúnhærð. Bikar 7-10 mm, flipar lensulaga, langydd til rófuydd. Króna 25-38 x 7 mm, skær grábláfjólublá til fölpurpura, rif neðan á krónunni langhrokkinhærð. Gervifræflar mjög grannir, hálf lengd frjóu fræflanna.
Uppruni
N Ameríka (Washington til Oregon, austur til Montana og Wyoming).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, önnur sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2006 og hin sem sáð var til 2009 og gróðursett í beð 2012. Meðalharðgerð-harðgerð a.m.k. norðaustanlands (H. Sig.), á oft erfitt uppdráttar í vetrarumhleypingum.
Yrki og undirteg.
'Albus' er með hvít blóm, 'Majus' er með stór blóm.