Penstemon jamesii

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
jamesii
Íslenskt nafn
Kobbagríma*
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gráfjólublár til blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar allt að 50 sm háir, smádúnhærðir eða hárlausir. Laufin bandlaga til lensulaga eða spaðalaga, heilrend, bylgjuð eða óreglulega sagtennt, mjókka upp á við, ögn dúnhærð til næstum hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin mjó, hliðsveigð, kirtildúnhærð. Bikar 8-12 mm, flipar egglaga, ydd eða langydd, stundum með mjóan himnu á jaðrinum við grunninn. Króna 2,5 - 3,5 sm, föl ljósgráfjólublá til blá með áberandi rákir í gininu, ginið víkkar snögglega út, efri flipinn uppréttur, neðri útstæður eða baksveigður, kirtilhærður eða áberandh hvít-langhærður við grunninn. Gervifræfill hárlaus, víkkar ekki út, með toppdúsk úr móhvítum eða mjög fölgulum hárum og með stutt, gullið skegg við toppinn.
Uppruni
N Ameríka (Texas til Kólóradó og Nýju Mexikó).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni 2011 og gróðursett í beð 2013.