Fjölær jurt, sem myndar skriðular breiður, stönglar runnkenndir neðst. Lauf 0,5-1,5 x 0,4-0,7 sm, oddbaugótt til næstum kringlótt, meira eða minna smásagtennt, græn, hárlaus, meira eða minna kirtildoppótt.
Lýsing
Blómstönglar smádúnhærðir, allt að 10 sm háir. Blómskipunin minnir á klasa, er blómfá, kirtildúnhærð. Bikar 7-11 mm, flipar lensulaga. Krónugin útvíkkað í meðallagi, 25-35 x 7 mm, fjólublá-purpura, rifin neðan á krónunni langhærð, frjóhnappar ná ekki fram úr gininu. Gervifræfill mjög stuttur, allt að hálf lengd frjóu fræflanna, loðinn.
Uppruni
NV Ameríka (British Columbia og Vancouver til Washington).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar um mitt sumar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum, er þar ekki 2015.
Yrki og undirteg.
´Microphyllus' er enn þéttvaxnari, allt að 10 sm hár, blómin ljósgráfjólublá.