Penstemon newberryi

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
newberryi
Íslenskt nafn
Klettagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar breiður, 15-30 sm háar, stönglar útafliggjandi til skríðandi, runnkenndir neðst, grænir eða verða bláleitir, hárlausir eða mjög lítið hrímug. Lauf 1,5-4 x 1-1,5 sm, oddbaugótt til egglaga, smásagtennt, með stuttan lauflegg, mjög smá á blómstönglunum, leðurkennd.
Lýsing
Blómskipunin lík klasa, einhliða, dálítið sveigð til hliðar, stutt, þétt, kirtildúnhærð. Bikar 7-12 mm, flipar lensulaga, langyddir eða mjókka smám saman í oddinn. Krónan 22-30 x 5 mm, gin lítið eitt útvíkkað, bleikrauð, rifin neðan á krónunni skeggjuð með stuttum, stinnum hárum. Fræflarnir ná út úr gininu, gervifræflar mjög grannir, 3/4 af lengd frjóu fræflanna, gul-hárug.
Uppruni
N-Ameríka (Kalifornía til Nevada).
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Harðgerð tegund sem getur átt erfitt uppdráttar í vetrarumhleypingum. Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
f. humilior Sealy. Dvergvaxin jurt og marggreind, allt að 15 sm há.