Penstemon nitidus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
nitidus
Íslenskt nafn
Glæsigríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt en skammlíf.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skær blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há, stönglar uppréttir, mjög bláleitir, hárlausir. Lauf lensulaga til egglaga, heilrend eða mjög sjaldan með srjálar, grunnar tennur, grunnlauf allt að 10 x 2,5 sm, mjög bláleit, hárlaus, þykk og leðurkennd.
Lýsing
Blómskipunin minnir á klasa, þétt til teygð, sívöl. Bikar allt að 9 mm. Króna allt að 2 sm, skærblá, útstæð-uppsveigð, pípan víkkar smám saman út, gómur hárlaus. Gervifræflar með skegg. Aldin allt að 12 mm, fræ allt að 3 mm.
Uppruni
N Ameríka (British Columbia til Saskatchewan suður til Washington, Wyoming og N Dakota).
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur stöku sinnum verið í ræktun í Lystigarðinum, reynst skammlíf tegund, er ekki í Lystigarðinum 2015.