Penstemon rupicola

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
rupicola
Íslenskt nafn
Rósagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem myndar flatar breiður, stönglar runnkenndir við grunninn, blómstönglar allt að 10 sm háir, mjög bláleitir, hárlausir eða meira eða minna þétt gráloðnir. Lauf 0,8-2 x 0,6-1,2 sm, oddbaugótt til sporbaugótt, smásagtennt, mjög smá við blómskipunina, mjög bláleit, mjög þykk, hárlaus eða gráloðin neðantil, laufleggir hárlausir eða gráloðnir.
Lýsing
Blómskipunin minnir á klasa, þétt, blómfá, kirtildúnhærð. Bikar 6-10 mm, flipar lensulaga, oddregnir eða hvassyddir. Krónan 27-35 x 8 mm, gin með meðal útvíkkun, djúpbleik, rifin neðan á krónunni lítillega langhrokkinhærð. Fræflar ná lítillega fram úr gininu. Gervifrævill 1/2 eða 3/4 af lengd frjóu fræflanna, þráðlaga efst, lítt eða þétt loðin efst.Blómin í stuttum klösum, blöðin lítil, egglaga, grágræn
Uppruni
N Ameríka (Washington til Kalifornía).
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1991. Hefur reynst vel. Harðgerð-meðalharðgerð tegund, stundum talin afbrigði af klettagrímu (P. newberryi).
Yrki og undirteg.
'Carol' er þekkt afbrigði sem hefur verið lengi í ræktun í Reykjavík og víðar. Er með rauð blóm, 10-15 sm há. -- Einnig má nefna 'Pink Dragon' sem er þéttvaxið yrki og með ljós laxableik blóm. Er til í Lystigarðinum og 'Roseus' sem er með bleik blóm.