Penstemon strictus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
strictus
Íslenskt nafn
Bjöllugríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkblár til fjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 80 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 80 sm háir, hárlaus. Grunnlauf spaðalaga, yfirleitt með langan legg, stöngullauf bandlaga til breið lensulaga, hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin mjó, einhliða. Bikar 3-6 mm, flipar egglaga til lensulaga, hvassydd, jaðrar með himnufald. Króna 2-3 sm, dökkblá til fjólublá, áberandi tvívara, gin með meðal útvíkkun, neðri flipinn nær lengra fram en sá efri, stundum ögn hærður við grunninn. Gervifrævill breiðari í oddinn, hárlaus eða mjög lítið hærður efst.
Uppruni
N Ameríka (Wyoming til Kólóradó, Utah, Nýja Mexikó, Arizona).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölæringum.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum 2015.