Penstemon whippleanus

Ættkvísl
Penstemon
Nafn
whippleanus
Íslenskt nafn
Kampagríma
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Mattpurpura.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
20-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með granna stöngla, allt að 60 sm háa, hárlausir eða smádú nhærðir. Grunnlauf egglaga til spaðalaga. Stöngullauf lensulaga til aflöng-lensulaga, heilrend til smátennt, hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin teygð, kirtildúnhærð. Bikar 7-10 mm, flipar lensulaga, hvassyddir til langyddir, kirtilhærðir með mjóan himnujaðar við grunninn. Króna 2-3 sm, mattpurpura, kirtilhærð utan, gin víkkar snögglega út, flipar á neðri vör lengri en þeir á efri vör, langhrokkinhærðir. Gervifræfla breikka ekki í endann, hárlausir eða lítt hærðir í oddinn.
Uppruni
N-Ameríka (Wyoming og Idaho, suður til Kólóradó, Utah, Nýju Mexikó og Arizona).
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting eða sáning að vori, græðlingar síðsumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í beð, í breiður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta (frá 1975) undir þessu nafni og önnur sem sáð var til 1991, gróðursett í beð 1992, báðar þrífast mjög vel og hafa myndað stórar breiður, sem þarf að stinga af annað veifið.Harðgerð tegund, hefur verið í ræktun í LA síðan 1975.