Persicaria amplexicaulis

Ættkvísl
Persicaria
Nafn
amplexicaulis
Íslenskt nafn
Slíðrasúra*
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Samheiti
Polygonum amplexicaule D.Don.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikrauður til purpura eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, jarðstöngull trékenndur. Lauf 8-25 x 4-10 sm, egglaga til lensulaga, langydd, hjartalaga við grunninn, dúnhærð neðan, laufleggur langur. Stöngullauf mörg, greipfætt, axlablöð allt að 6 sm.
Lýsing
Blómin í strjálblóma axi, allt að 8 sm, oft tvö og tvö saman, bleikrauð til purpura eða hvít, blómhlífarhlutar um 3-5 mm. Aldin 4-5 mm.
Uppruni
Himalaja.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í horn, í bakgrunn.
Reynsla
Ágæt til afskurðar og þurrkunar. Ekki í Lystigarðinum 2015.