Persicaria bistorta

Ættkvísl
Persicaria
Nafn
bistorta
Íslenskt nafn
Slöngusúra
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Samheiti
Polygonum bistorta L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60 sm
Vaxtarlag
Hárlaus fjölæringur, allt að 60 sm hár, jarðstöngull kröftugur. Lauf 10-20 sm, egglaga til aflöng, snubbótt, þverstýfð við grunninn, jaðrar bylgjaðir. Laufleggur langur, með væng ofantil, stöngullauf þríhyrnd, langydd, legglaus, axlablöð allt að 6 sm, brún.
Lýsing
Blóm í þéttum, sívölum öxum, legglaus, 2-5 sm, bleik eða hvít. Blómhlífarflipar 4-5 mm. Aldin 5 mm.
Uppruni
Evrópa, N & V Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, sem stakstæð jurt. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð, auðræktuð en nokkuð breytileg tegund (H.Sig.)
Yrki og undirteg.
'Superbum' meira en 75 sm há planta, blómin í þéttu axi, alpafjólubleik. Yrki. Til í Lystigarðinum 2015, bæði planta frá 1991 og önnur sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004.