Petasites frigidus

Ættkvísl
Petasites
Nafn
frigidus
Íslenskt nafn
Folafífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-35 sm
Vaxtarlag
Laufin tígul-hjartalaga, gróftennt eða lítið eitt flipótt, grunnflipar beinast út á við, hárlausir ofan, dúnhærðir neðan. Stöngullauf allt að 6 sm, 4-11, þau neðri oftast greipfætt, stundum með ófullkomna blöðku.
Lýsing
Körfur með tungukrónur, karlkörfur 5-9, kvenkörfur 8-12, reifar allt að 1 sm, nærreifar grænar eða purpura, dúnhærðar, smáblómin hvít-gul eða rauð, tungublóm allt að 4 sm.
Uppruni
N Evrópa.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skógarbotn.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1983, þrífst vel. Varasöm tegund, sem getur verið erfitt að uppræta.