Petasites japonicus

Ættkvísl
Petasites
Nafn
japonicus
Ssp./var
v. giganteus
Höfundur undirteg.
(F. Schmidt) Nichols
Íslenskt nafn
Japansfífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Föl blápurpura til næstum hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há. Laufin allt að 80 sm í þvermál, nýrlaga-hjartalaga, flipótt, grunnflipar samanluktir, hárlaus ofan, dúnhærð neðan, óreglulega tennt. Stöngullauf allt að 7 sm, 15-25, hálfhjartalaga, þau neðri næstum hjartalaga, sjaldan með ófullkomna blöðku.
Lýsing
Körfur skífulaga, reifar allt að 1 sm háar, nærreifar heilrendar, sjaldan framjaðraðar, grænar, lítið eitt dúnhærðar. Smáblóm pípulaga, föl blápurpura til næstum hvít. Aldin allt að 4 mm, hárlaus, svifhár allt að 12 mm.
Uppruni
Kórea, Kína, Japan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í sumarbústaðaland, í skógarbotn, í blómaengi.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015. Harðgerð jurt, djúpstæðar rætur. Mætti reyna í almenningsgarða, t.d. sem þekjuplöntu inn á milli stórvaxinna runna.
Yrki og undirteg.
v. giganteus (F. Schmidt) Nichols. Lauf 90-150 sm í þvermál, laufleggur allt að 200 sm. Heimkynni: Japan.