Petasites paradoxus

Ættkvísl
Petasites
Nafn
paradoxus
Íslenskt nafn
Jófífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Petasites niveus (Vill.) Baumg., Tussilago nivea Vill., T. paradoxa Retz.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðbleikur til hvítur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
- 20-60 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Fjölær jurt, laufin tígul-hjartalaga til spjótlaga, sjaldan með tvo flipa við grunninn, grunnflipar beinast venjulega út á við, þétt hvít-lóhærð á neðra borði, jaðrar venjulega með reglulegar tennur. Stöngullauf allt að 6 sm, 5-22, greipfætt, stundum með ófullkonma blöðku.
Lýsing
Körfur skífulaga, karlkörfur 5-26, kvenkörfur 10-32, karlreifar allt að 10 mm, kvenreifar dálítið minni, nærreifar heilrendar, rauðmengaðar, smákirtildúnhærðar, smáblómin rauðbleik til hvít.
Uppruni
Evrópa (fjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta af þessari tegund sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992, þrífst vel.