Petunia x hybrida

Ættkvísl
Petunia
Nafn
x hybrida
Íslenskt nafn
Tóbakshorn
Ætt
Náttskuggaætt (Solanaceae).
Samheiti
Réttara: P. x atkinsiana
Lífsform
Einær jurt - sumarblóm.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur, blár, dimmpurpura, skærbleikur.
Blómgunartími
Allt sumarið ef vel er á spöðunum haldið.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Þetta er hópur af blendingum sem er álitinn vera á milli P. axilliaris og P integrifolia. Líkist meira P.integrifolia, en er sterklegri í vextinum, blómin stærri, allt að 10-13 sm í þvermál.
Lýsing
Krónupípa trektlaga, ögn útflött neðan við ginið. Fræflarnir festir neðan við miðja krónupípuna. Krónutungan allt að 3 sm eða meir.
Uppruni
Yrki.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning og forræktun.
Notkun/nytjar
Í sumarblómabeð, í kanta, í ker.
Reynsla
Góð, einkum í hlýjum árum.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja er til, einföld, ofkrýnd, og margir litir svo sem hvítur, blár, dimmpurpura, skærbleikur, blómin geta líka verið rákótt svo eitthvað sé nefnt.