Peucedanum ostrutium

Ættkvísl
Peucedanum
Nafn
ostrutium
Íslenskt nafn
Undrarót
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða bleikmengaður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, næstum hárlaus, verður allt að 100 sm há. Stönglar holir, rákóttir. Lauf þríhyrnd að ummáli, 1-2 þrískipt, flipar 5-10 sm, lensulaga til egglaga með óreglulegar tennur, miðflipinn er stundum 3-skiptur, leggur er langur, íflatur neðst með slíður. Efstu laufin lítil, fliparnir oftast fjaðurskiptir, leggur lykja alveg um stöngulinn, flatur.
Lýsing
Sveipur með 30-60 geisla, allt að 5 sm, stoðblöð fá eða engin, reifablöð fá. Blómin hvít eða bleikmenguð. Aldin um 4 mm, klofaldin með breiða vængi.
Uppruni
Fjöll í M & S Evrópu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, annarri var sáð 1997 og henni plantað í beð 2004 og til hennar var sáð 2007 og plantað í beð 2008, báðar þrífast vel.
Yrki og undirteg.
var. angustifolium (Bellardi) Alef. er með mjó lauf.