Phalaris arundinacea

Ættkvísl
Phalaris
Nafn
arundinacea
Yrki form
'Picta'
Íslenskt nafn
Randagras
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Fjölært gras.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Ljósgrágrænleitur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
1-1.3m
Vaxtarlag
Fjölært gras með skriðula jarðstöngla, verður allt að 150 sm hátt. Stönglar eru kröftugir, uppréttir, eða bognir við grunninn, bláleit. Lauf allt að 35 x 1,8 sm, hárlaus. Slíðurhimnan allt að 1 sm, slíður slétt.
Lýsing
Blómskipunin mjó, allt að 17 sm, smáöx aflöng, allt að 4 mm, axagnir mjó-lensulaga, neðri blómagnir ófrjórra blóma með löng hár, allt að 2 mm. -- 'Picta' ('Tricolor') Laufin eru með hvítar rákir, oftast aðallega á annarri hlið laufsins.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, jarðrenglur.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt gras, sem þekja, í blómaengi, við tjarnir og læki.
Reynsla
Harðgerð planta, varasöm í skrautblómabeð þar sem hún skríður töluvert.