Phegopteris connectilis

Ættkvísl
Phegopteris
Nafn
connectilis
Íslenskt nafn
Þríhyrnuburkni
Ætt
Þríhyrnuburknaætt (Thelyptridaceae).
Samheiti
Thelypteris phegopteris (L.) Sloss
Lífsform
Burkni, fjölær.
Kjörlendi
Hálfskuggi, skjól fyrir vindum.
Blómalitur
Gróblettir grænir, verða brúnir.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Með jarðstöngla sem skríða langar leiður, allt að 2 mm í þvermál, hreisur fá, lensulaga, allt að 5 mm löng, dúnhærð, brún.
Lýsing
Blaðkan allt að 15 x 20 sm, þunn, smaragdsgræn, lárétt til útafliggjandi, örlaga til þríhyrningslaga til egglaga, odddregin, dúnhærð. Fliparnir gagnstæðir, neðsta parið laust frá (ekki samvaxið hinum), niðursveigt, aflöng eða bandlaga til lensulaga, mjóydd í toppinn, djúp fjaðurskert, allt að 8 x 2 sm, flipar nálægt hver öðrum, aflangir, snubbóttir í oddinn, heilrendir til skörðóttir eða tenntir á jöðrunum, allt að 5 mm breiðir. Leggur uppréttur, 1 sm millibil, allt að 15 sm langur, strágulur, brúnn við grunninn.
Uppruni
N Ameríka, Evrópa (Ísland), V Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning með gróum.
Notkun/nytjar
Í burknabeð, undir tré og runna.
Reynsla
Vex villtur á Íslandi, er víða fyrir vestan en er sjaldan fluttur í garða (H. Sig.). undir Thelypteris phegopteris (L.) Sloss í bók Harðar Kr. - það nafn er ekki löglegt í dag.