Philadelphus coronarius

Ættkvísl
Philadelphus
Nafn
coronarius
Íslenskt nafn
Snækóróna
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Samheiti
Philadelphus caucasicus Koehne
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfsk.uggi.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
2-3 m
Vaxtarhraði
Vex fremur hratt.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, börkur dökkbrúnn, flagnar hægt á öðru ári, ársprotar ögn dúnhærðir, verða hárlausir. Axlabrum hulin.
Lýsing
Lauf 4,5-9 × 2-4,5 sm, egglaga, að mestu hárlaus, en dúnhærð á stærstu æðastrengjunum og í strengjakrikunum á neðra borði. Jaðrar óreglulega og grunntenntir, grunnur snubbóttur eða hvassyddur, oddur langdreginn. Blómin 5-9 í stuttum, endastæðum klösum, rjómahvít, ilma mikið, 2,5-3 sm í þvermál, bikarblöð þríhyrnd, ydd, hárlaus. Fræflar um 25 talsins, skífa og stíll hárlaus. Fræin með langan hala.
Uppruni
SA Evrópa, Litla Asía, Kákasus.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.practicalplants.org
Fjölgun
Fræ þarf helst 1 mánaðar forkælingu. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær er þeim dreifplantað hverri í sinn pott og þær hafðar í gróðurhúsi fyrsta veturinn. Gróðursetjið þær á framtíðarstaðinn síðla næsta vor eða snemmsumars þegar frosthættan er liðin hjá.Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir í ágúst og settir í skugga í sólreit. Gróðursettir vorið eftir. Rætast vel.Vetrargræðlingar, 15-25 sm með hæl, eru settir í desember (erlendis) í skjólgott beð úti. Rætist nokkuð vel. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð. Auðræktuð planta, sem þrífst vel í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en þrífst best á sólbjörtum stað, þar sem plantan blómstrar mikið. Runninn þolir allt að 25 °C. Blómin ilma mikið, ilmurinn minnir á appelsínu. Runnarnir þola vel snyrtingu. Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega til að hvetja til vaxtar nýrra sprota og meiri blómgunar. Vex hratt. Runninn hefur tilhneigingu til að mynda rótarskot og mynda þykkni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004 og önnur sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2011, óvíst hvort plönturnar standa undir nafni. Meðalharðgerður. Þarf að snyrta árlega, má klippa alveg niður.
Yrki og undirteg.
'Deutziiflorus' ofl.