Philadelphus delavayi

Ættkvísl
Philadelphus
Nafn
delavayi
Íslenskt nafn
Dúnhóróna
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
- 4 m hár og um 3 m breiður.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 4 m hár, börkur á annars árs greinum grábrúnn, grár eða kastaníubrúnn, flagnar ekki. Ársprotar hárlausir, bláleitir.
Lýsing
Lauf egglaga-lensulaga eða egglaga-aflöng, bogadregin við grunninn, langdregin í oddinn. 2-8 × 2-5 sm á blómstrandi greinum. Miklu stærri á blómlausum greinum, oftast með tennur sem vita fram á við, en eru stundum heilrend, öll lítillega stinnhærð á efra borði, með þétt, aðlæg, flókin hár á neðra borði. Blómin í 5-9 blóma klösum (sjaldan með fleiri blóm í klasa), blómin 2,5-3,5 sm í þvermál, disklaga, hreinhvít, ilmandi. Bikar hárlaus, bláleitur, með purpuralita slikjum. Fræflar allt að 35 talsins, skífa og stíll hárlaus.
Uppruni
SV Kína.
Harka
Z6
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla.Fræ þarf 1 mánaðar forkælingu. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þeim plantað hverri í sinn pott og hafðar í gróðurhúsi næsta vetur. Gróðursetjið þær á framtíðastaðinn næsta vor eða snemmsumars þegar frosthætta er liðin hjá. Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir af hliðagreinum í ágúst og settir í skyggðan sólreit. Gróðursetjið að vorinu. Flestir rætast. Vetrargræðlingar , 15-20 sm langir með hæl, eru teknir í desember (erlendis) og settir í skjólgott beð utan dyra. Margir þeirra rætast. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í beðkanta. Auðræktaður runni, þrífst í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en blómstrar miklu meita í miklu sólskini. Þolir allt að 15°C. Blómin eru með sætan appelsínuilm. Runninn þolir vel snyrtingu. Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega og hvetja þar með til vaxtar nýrra greina og meiri blómgunar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursettar í beð 2003 og 2004.