Philadelphus pubescens

Ættkvísl
Philadelphus
Nafn
pubescens
Íslenskt nafn
Silfurkóróna
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 5 m hár. Börkur á ársgömlum greinum grár, fyrsta árs börkur flagnar ekki. Ársprotar hárlausir. Axlabrum hulin.
Lýsing
Lauf á blómstandi greinum 4-8 × 3-5,5 sm, egglaga, grunnur bogadreginn, laufin eru snögg odddregin, ógreinilega tennt eða heilrend, hárlaus ofan nema með gróf, stutt, stinn hár á æðastrengjunum og flókin, stinn hár á neðra borði. Blómin 5-11 í hverjum klasa, hvít, ilmlaus, um 3,5 sm í þvermál. Fræflar um 35 talsins. Diskur og stíll hárlaus. Fræin stór, með stuttan hala.
Uppruni
SA Bandaríkin.
Harka
6
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla. sáning. Fræ þarf 1 mánaðar forkæling. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þeim plantað hverri í sinn pott og hafðar í gróðurhúsi næsta vetur. Gróðursetjið þær á framtíðastaðinn næsta vor eða snemmsumars þegar frosthætta er liðin hjá. Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir af hliðagreinum í ágúst og settir í skyggðan sólreit. Gróðursetjið að vorinu. Flestir græðlinganna rætast. Vetrargræðlingar, 15-20 sm langir með hæl, eru teknir í desember (erlendis) og settir í skjólgott beð utan dyra. Margir þeirra rætast. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni. Auðræktaður runni, þrífst í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en blómstrar miklu meira í miklu sólskini. Blómin ilma mjög mikið. Þolir allt að 15°C. Runninn þolir vel snyrtingu. Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega og hvetja þar með til vaxtar nýrra greina og meiri blómgunar.
Reynsla
Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum.