Phlox maculata

Ættkvísl
Phlox
Nafn
maculata
Íslenskt nafn
Engjaljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Bleikur, purpura, hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
35-70 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með jarðstönglum, 35-70(125) sm há, hárlaus með smáhár. stönglar oftast rauðrákóttir eða doppóttir. Lauf allt að (4,5-)6,5-13 x 1-2,5 sm, bandlaga við grunninn, lensulaga eða egglaga ofantil, hjartalaga og lykja um stilkinn við blómskipunina.
Lýsing
Blómskipunin er 75-150 blóma samsettur klasi, myndaður úr litlum skúfum, blómin á 3-5(-7)sm löngum blómskipunarleggjum. Bikar 5,5-7,5 mm, flipar þríhyrndir-sýllaga, oddhvassir. Krónan 1,8-2,5 sm, bleik, purpura eða hvít.
Uppruni
Bandaríkin (Connecticut til N Karólína).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, græðlingar eða sáning að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður í góðu skjóli.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Ágæt til afskurðar, talin harðgerð í N.-Noregi (Hageselskap). Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun erlendis.