Phlox sibirica

Ættkvísl
Phlox
Nafn
sibirica
Ssp./var
ssp. borealis
Höfundur undirteg.
(Wherry) B. Bovin
Íslenskt nafn
Síberíuljómi
Ætt
Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósgráfjólublár, lilla eða hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
6-9 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt, 6-9 sm há. Lauf 8-15 x 1,5-2,5 mm, bandlaga, randhærð, verða hárlaus með aldrinum.
Lýsing
Blómskipunin 1-3 blóma, 2,5-7,5 sm, bæði með kirtilhár og ógreind hár. Blómin á (4-)8-25 mm löngum blómskipunarlegg. Bikar 9-12 mm, flipar bandlaga, hvassyddir. Króna 8-12 mm, ljósgráfjólublá, lilla eða hvít. Krónupípan breikkar upp á við, flipar 8 x 7 - 14 x 13 mm, breið-öfugegglaga, framjöðruð eða heilrend.
Uppruni
Alaska.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning eða græðlingar að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis en ætti að vera fullkomlega harðgerð. Ekki í Lystigarðinum 2015.