Phyllodoce caerulea

Ættkvísl
Phyllodoce
Nafn
caerulea
Íslenskt nafn
Bláklukkulyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól vetrarskýli.
Blómalitur
Rauðfjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Stönglar 10-35 sm háir, uppréttir eða klifrandi.
Lýsing
Lauf 6-12 x um 0,15 mm, bandlaga til bandlaga-aflöng, leðurkennd, snubbótt, jaðrar innundnir, dökkgræn og glansandi græn. Blómin stök eða 3-4 í drúpandi sveipum, blómstilkur allt að 38 sm, grannir, kirtil-dúnhærðir. Bikarflipar 5, lensulaga, dúnhærðir-ryðlitir. Króna 7-12 mm, lillalit til purpurableik, bikarlaga, flipar 5, stuttir. Fræflar 10 talsins, inniluktir. Aldin um 4 mm, kirtildúnhært hýði.
Uppruni
Fjallatoppar og hálendi í Asíu, Evrópu & N Ameríku.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sveiggræðsla að vorinu, 5 sm langir sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í náttúrlega garða og víðar.
Reynsla
Harðgerð tegund, algeng á norðanverðu landinu, erfið í ræktun á láglendi, þarf vetrarskýlingu.