Physocarpus amurensis

Ættkvísl
Physocarpus
Nafn
amurensis
Íslenskt nafn
Drekakvistill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár. Greinar hárlausar til ögn grá-dúnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 10 × 9 sm, egglaga, 3-5 flipótt, fliparnir yddir, grænir og næstum hárlausir ofan, hvítgrænir og dálítið ullhærðir neðan, fíntenntir og tvísagtenntir, tennur yddar. Blómin 1,5 sm í þvermál í strjálblóma skúfum, allt að 5 sm breiðum. Bikar þétt stjörnulóhærður. Flipar þríhyrndir. Krónublöð ullhærð utan. Fræflar 40, frjóhnappar purpuralitir. Fræhýið 3-4 saman, ullhærð.
Uppruni
Manchúría, Kórea.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í óklippt limgerði, undir stærri tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem kól lítið eitt framan af en kelur ekkert í seinni tíð, önnur sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 1984 og sú þriðja sem sáð var til 1987 og gróðursett í beð 1988, þær tvær síðarnefndu hafa kalið nokkuð gegnum árin.Harðgerður, nokkuð vindþolinn. Kvistill var áður talinn til Spiraea ættkvíslarinnar (kvista) en sú ættkvísl hefur ekki axlablöð. Líkist mjög Physocarpus opulifolius, garðakvistli en sú er bæði með minni blóm og blöð og er þar að auki hárlaus.