Physocarpus opulifolius

Ættkvísl
Physocarpus
Nafn
opulifolius
Íslenskt nafn
Garðakvistill (blásurunni)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Full sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleikur-hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, börkur sléttur, brúnn, rifinn. Greinar hárlausar.
Lýsing
Laufin allt að 7,5 × 7,5 sm, oddbaugótt til bogadregin, hjartalaga við grunninn, hárlaus, tvítennt, oftast 3-flipótt, flipar bogtenntir eða líka hvasstennt, laufleggur allt að 2 sm langir. Blómin eru oft fölbleik eða hvít með bleika slikju, allt að 1 sm í þvermál, í margblóma 5 mm breiðum, í hálfsveip, blómleggir grannir, ullhærðir eða hárlausir. Fræflar 30, purpuralitir. Fræhýði 3-5 talsins, 6,5 mm, samvaxin neðst, alveg hárlaus, rauð, oftast með 2 fræ, fræin egglaga.
Uppruni
Mið og austur N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
= 1, http://www.missouribotanicalgarden.org
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð beð, sem stakstæður runni, sólarmegin í skjóli við stærri tré eða runna. Auðræktaður runni, sem auðvelt er að flytja, getur aðlagast margs konar aðstæðum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta sem hefur kalið mismikið flest árin. Einnig er til ein planta sem sáð var til 1980 og gróðursett í beð 1983, sem og tvær plöntur sem sáð var til 1982, gróðursettar í beð 1990, kala dálítið. Að lokum má nefna eina sem sáð var til 2005, en sú er enn í sólreit.Meðalharðgerður-harðgerður, þolir allvel klippingu.
Yrki og undirteg.
'Nanus' er lágvaxið yrki.