Phyteuma michelii

Ættkvísl
Phyteuma
Nafn
michelii
Íslenskt nafn
Engjastrokkur
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fölblár eða dökkblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há. Laufin egglaga til bandlensulaga, sagtennt og með legg.
Lýsing
Blómin í egglaga öxum, stoðblöð snögglega niðursveigð. Krónan föl- eða djúpblá.
Uppruni
S Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.