Phyteuma nigrum

Ættkvísl
Phyteuma
Nafn
nigrum
Íslenskt nafn
Hrafnastrokkur
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkfjólublár með svarta slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Upprétt fjölær jurt, allt að 25 sm há, hárlaus. Grunnlauf allt að 5 sm, hjartalaga, oddlaus til snubbótt með langan legg. Stöngullauf minni, aflöng-egglaga.
Lýsing
Blómskipunin egglaga, stoðblöð bandlaga, langydd. Krónan bogsveigð í knúppinn, dökkfjólulá með svartleita slikju.
Uppruni
M Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til planta undir þessu nafni sem sáð var til 1981 og gróðursett í beð 1990. Harðgerð jurt, sáir sér dálítið.