Phyteuma scheuchzeri

Ættkvísl
Phyteuma
Nafn
scheuchzeri
Íslenskt nafn
Ígulstrokkur
Ætt
Bláklukkuætt (Campanulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkblár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 40 sm, lausþýfð. Grunnlaufin bandlaga til aflöng-lensulaga, fleyglaga, með snubbóttar tennur, með langan legg. Stöngullaufin bandlaga, heilrend, næstum legglaus.
Lýsing
Blómskipunin kúlulaga, stoðblöðin bandlaga, laufkennd. Krónan dökkblá.
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða að blómgun lokinni eða með sáningu að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1994, þrífst vel. Harðgerð jurt sem þrífst bæði í steinhæðum og venjulegum beðum.