Picea abies

Ættkvísl
Picea
Nafn
abies
Yrki form
Acrocona
Íslenskt nafn
Rauðgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. abies f. acrocona (Fries) Fries
Lífsform
Sígrænn, lágvaxinn runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Vaxtarlag
Lágvaxið form en verður samt sem áður fáeinir metrar á hæð.
Lýsing
Greinar fremur stinnar láréttir eða beinast niður á við. Hliðargreinar með eðlilega köngla, á greinaendum flestra ársprota eru langir afskræmdir könglar. Á mjög ungum könglum eru grófar, stuttar, hvassyddar barrnálar milli veikbyggðra köngulhreistra.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 7
Fjölgun
Sumargræðlingar með þokuúðun.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré.
Reynsla
Plöntur í uppeldi í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
Fannst villt í skógi við Uppsala, Svíþjóð, er núna mjög útbreitt í ræktun.