Picea abies

Ættkvísl
Picea
Nafn
abies
Yrki form
Pumila
Íslenskt nafn
Rauðgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. abies f. pumila (R. Smith ) Rehd.
Lífsform
Sígrænn, dvergvaxinn runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Vaxtarlag
Dvergform, lágvaxið, breiðvaxið og óreglulegt, neðri greinar mjög útbreiddar og jarðlægar, en þær efri vita upp á við.
Lýsing
Ársprotar gulbrúnir, hárlausir, grannir og mjög sveigjanlegir. Nálanabbar mjög áberandi. Ársvöxtur 2-3 sm. Brum ljósappelsínugul, egglaga, endabrum hliðagreina 2,5 mm löng, hin 1,5-2 mm, yfirleitt 2 lárétt rétt við endabrumið. Barrnálar skærgrænar, beinar, fíngerðar, flatar, 6-10 mm langar og 0,5 til 0,7 mm breiðar, gisstæðar með fíngerðum oddum. Nálar eru í þéttum röðum og liggja hver yfir annarri, þær að neðri ögn lengri en þær efri (á líka við um f. Pumila glauca og Pumila Nigra). Loftaugaraðir 1-2, ná alveg fram í oddinn.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlinga með þokuúðun.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til gamlar plöntur, sem þrífast vel, ekkert kal.