Picea glauca

Ættkvísl
Picea
Nafn
glauca
Ssp./var
v. albertiana
Höfundur undirteg.
(S. Br.) Sarg.
Íslenskt nafn
Hvítgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. alba albertiana (S. Brown ) Beissn., P. albertiana S. Brown
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 m
Vaxtarlag
Króna mjó.
Lýsing
Þetta er vestlægt form hvítgrenis, verður 50 m hátt, næst hæsta grenið í N Ameríku (á eftir P. sitchensis). Ársprotar dekkri en á aðaltegund, dálítið hærðir. Brum ögn kvoðug og brumhlífar ekki trosnaðar í endann. Könglar meira sporbaugótt, aldrei meira en 4 sm langir. Köngulhreistur stinnari og saumur tenntur. Nálar stærri, 12 24 mm langar, stuttyddar.(Rétt skv. Rússnesku flórunni en skilgreind sem synonym skv. USDA - bandaríska listanum) - ath. betur síðar. Löggilt nafn skv. RHS.
Uppruni
NV N-Ameríku, einkum í Alberta í Kanada.
Harka
2
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skjólbelti, í limgerði, í beð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.