Picea jezoensis

Ættkvísl
Picea
Nafn
jezoensis
Íslenskt nafn
Japansgreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. ajanensis Fisch, P. kamtschatkensis Lacassagne
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 m
Vaxtarlag
Tré sem verður 50-60 m hátt í heimkynnum sínum og það er útlits eins og rauðgreni (Picea abies). Krónan keilulaga, greinar vita niður að lokum, en greinaendar eru uppsveigðir.
Lýsing
Börkur grár með kringlótt hreistur sem flagna af. Börkur á gömlum trjám er með djúpar grópar. Ungar greinar ljósar, gul- eða grænleitar, nálanabbar ekki með hliðaþykkildi. Brum breið-keilulaga, köngulhreistur egglaga, glansandi, kvoðug, gulbrún. Barrnálar fremur beinar, 10-20 mm langar, langyddar, beggja vegna dálítið kjalaðar, gljáandi dökkgrænar ofan, að neðan með 2 breiðar, hvítar loftaugarendur. Könglar sívalir-aflangir, 4-7,5 sm langir, beinir, ungir könglar fagurrauðir, fullþroska leðurbrúnir. Köngulhreistur mjó, aflöng, jaðar tenntur. Hreisturblöðkur agnarsmáar.
Uppruni
Sakalín, N-Kórea, Kúrileyjar, Hokkaido.
Harka
2
Heimildir
= 1,7,9
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skjólbelti, í limgerði, í beð.
Reynsla
Nokkrar plöntur á mismunandi aldri eru til í Lystigarðinum. Þrífast vel. Hefur staðið sig vel í garðinum. Kól aðeins fyrstu árin en ekkert þau síðari.
Yrki og undirteg.
Til eru yrki erlendis t.d. 'Yatsubusa' sem er þétt og kúlulaga með blátt og grænt barr og 'Yosawa' sem er dvergvaxið en samt upprétt og reglulegt í vexti.Undirtegundin Picea jezoensis ssp. hondoensis (Mayr) P. Schmidt. með dekkri árssprotum sem verða appelsínugulir til rauðbrúnir með aldrium, brum skær purpuralit, mjög kvoðug, nálanabbar með áberandi hliðarþykkildi, nálar dökkgrænar á efra borði en silfurhvítar á neðra borði, stuttyddar, könglar dökk rauðbrúnni með stífari köngulskeljar en aðaltegundin (= 1,7, z2) - er í uppeldi í garðinum. Fer seinna af stað á vorin en aðaltegundin og því talin heppilegri í kaldari löndum. Heimkynni: Japan.