Picea omorica

Ættkvísl
Picea
Nafn
omorica
Íslenskt nafn
Serbíugreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 m
Vaxtarlag
Tré, sem verður allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Króna mjó-keilulaga, oft næstum súlulaga. Börkur þunnur, dökkbrúnn með hreistur sem flagnar af með aldrinum.
Lýsing

Greinar fremur stuttar, uppstæðar og með framstæða enda. Ungar greinar ljósbrúnar með þétt kirtilhár. Brum kúlulaga til ydd-egglaga, dökk brún, kvoðulaus. Grunnbrumhlífar langsýllaga. Barrnálar þétt saman, 8-18 mm langar með kjöl beggja vegna, snubbóttar með litla odda, að neðan með 2 breiðar, hvítar loftaugarendur hvor með 5-6 loftaugaröðum, glansandi grænar ofan, án loftaugaraða. Könglar egglaga-aflangir 3 til 6 sm langir, um það bil 1 sm breiðir í fyrstu, fjólublá-purpuralitir, síðar gljáandi kanelbrúnir, oft margir þegar á ungum plöntum. Köngulhreistur með 2 mm breiðan, rauðan reglulega tenntan jaðar, mjög hvelfd. Fræ svartbrún, 2,5-3 mm löng, vængur 8 mm langur.

Uppruni
Bosnía & Serbía.
Harka
5
Heimildir
= 1,7,9
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skjólbelti, í limgerði, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2004. Kelur ekkert, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis eru til dæmis 'Aurea', 'Compacta', 'Nana', 'Nigra', 'Pendula' og fleiri.