Picea rubens

Ættkvísl
Picea
Nafn
rubens
Íslenskt nafn
Brúngreni
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. rubra (Du Roi) Link non (I.C.Rich.) A.Dietr., P. australis Small.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 m
Vaxtarlag
Tréð getur orðið allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Króna mjó-keilulaga. Börkur rauðbrúnn, rákóttur. Greinar stuttar, grannar. Lík svartgreni (P. mariana) en nálar mjórri, hvassyddari, grasgrænni og bogna inn að greininni og könglar eru skammærri.
Lýsing
Brum egglaga, allt að 5 mm löng, ydd. Endabrum með sýllaga, hærða grunnbrumhlífar, sem brumin skaga fram úr. Ársprotar brúnir með þétta, stutta burstahæringu. Barrnálar 10-15 mm langar, yddar, með brjóskkennda odda, ± sigðlaga, gulgrænar, glansa mikið, ferkantaðar og með 3-5 loftaugarendur á öllum hliðum. Könglar eru aflangir, 3-4 sm langir, 1,5-2 sm breiðir. Ungir könglar eru grænir eða purpuralitir, fullþroska eru þeir glansandi og rauðbrúnir, nokkuð kvoðugir. Köngulhreistur öfugegglaga, stinn, bogadregin, heilrend eða lítillega og óreglulega tennt.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
1,2,7,9, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í limgerði, í þyrpingar, í skógrækt eða sem stakstætt tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til 1999, gróðursett í beð 2001, er fallegt, þrífst vel, toppkal 2006, annars ekkert kal.
Yrki og undirteg.
Örfá yrki í ræktun erlendis sem vert væri að prófa betur. T.d. 'Nana' breiðkeilulaga, lágvaxið, ungar greinar útbreiddar, mjög stuttar og rauðmengaðar; 'Virgata' grannvaxið og fíngert yrki.