Pilosella floribunda

Ættkvísl
Pilosella
Nafn
floribunda
Íslenskt nafn
Íslandsfífill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Samheiti
Pilosella islandica (Lange) Á.Löve,
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - dálítill skuggi.
Blómalitur
Djúpgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar 20-50 sm háir, uppréttir, stinnir, neðstu stöngulliðirnir stuttir, föl- til djúpfjólubláir með mörg, ógreind hár, allt að 3 mm löng, með stöku kirtilhár um 0,2 mm löng, en engin mjúk stjörnu-dúnhár neðst. Með mörg þétt, bein, stinn og dökk ógreind hár, 1-2 mm löng og fremur fá og fremur þétt kirtilhár, 0,2-0,5 mm löng, og fremur þétta stjörnu-dúnhæringu undir blómskipuninni.Ofanjarðarrenglur grannar og brothættar, lauflausar neðanjarðar eða með spaðalaga lauf ofanjarðar. Laufin eru fölgræn til fagurgræn, grunnlaufin í blaðhvirfingu, grunnhvirfingarlauf 7-10 x 1-1,5 sm, spaðalaga, snubbótt, mjókka snögglega eða eru langmjókkandi að grunni, heilrend eða með fáar þorntennur. Stöngullauf 1-2 (það efst er mjög lítið)og eru eins og grunnlaufin nema minni og mjókka ekki eins mikið að grunni, öll hárlaus eða hærð aðallega eftir jöðrunum efst, með mörg stinn, föl eða ógreind hár með fjólubláan grunn eftir miðstrengnum og jöðrunum á efra borðinu, með mjög sjaldséð stjarnhár eftir miðstrengnum á neðra borði og á neðra borðinu, efst ef til vill hærð og stjarnhærð neðan.
Lýsing
Blómskipunin er samsettur sveipur, lotinn, með 5-10 körfur. Greinar stinnar, með fá, ógreind hár og stjarnhár á neðra borði, um 1,5 mm löng og þétt, og svartleit kirtilhár 0,3-0,6(0,8) mm löng og þétt, stjarnhæringu. Innri reifablöð 7-8 x 0,7-0,9 mm, föl-ólífugræn með hvítleit jaðra, hvassydd með fremur sjaldgæf til strjál, stinn dökk ógreind hár 1-2,5 mm löng, strjál til fremur strjál, mjó, svört kirtilhár 0,5-0,8 mm löng og með mjúka stjörnuhæringu eftir miðjunni. Blómin (10) 12-15 mm löng, þau tungukrýndu djúpgul, stundum með föla fjólubláa rák á bakhliðinni, tennur gular. Stíll mjög dökkur. Hnetur um 2 mmm langar.
Uppruni
Asía (tempraði hlutinn), Evrópa, N Ameríka.
Heimildir
= eol.org/pages/6257345/overview, cichoriae.e-taxonomy.net/portal/cdm-dataportal/taxon/c05d834f-07cd-4876-adfe-dee79ec883bd
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, sem þekjuplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein íslensk plant frá 2006, þrífst vel. Íslandsfífill er algengur um allt Ísland.