Pimpinella major

Ættkvísl
Pimpinella
Nafn
major
Íslenskt nafn
Viskurót
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Samheiti
P. magna L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, hárlaus eða sjaldan hærð. Jarðstönglar oftast með blómlausar blaðhvirfingar á blómgunartímanum. Engar áberandi rytjur blaðleifa neðst. Stönglar með djúpar gárur, holir. Grunnlauf oftast 1-fjaðurskipt, sjaldan allt að 3-fjaðurskipt með 3-9 egglaga-aflanga flipa. Efri laufin með dálítið uppblásna slíðurlíka leggi.
Lýsing
Sveipir með 10-15 geisla. Krónublöðin hvít eða bleik. Aldin 2,5-3,5 mm, egglaga-aflöng, hryggir áberandi, ljósir, mjóir.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2000 og gróðursett í eð 2004, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Rosea' er með mikið skipt lauf og ljósbleik blóm.