Pinus cembra

Ættkvísl
Pinus
Nafn
cembra
Ssp./var
ssp. sibirica
Höfundur undirteg.
(Du Tour) Rupr.
Íslenskt nafn
Síberíufura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
P. sibirica Du Tour., P. cembra v. sibirica (DuTour) Loud.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
-15 m
Vaxtarlag
Tréð getur orðið allt að 40 m í heimkynnum sínum. Krónan grennri en á aðaltegundinni, mjókeilulaga, meira eða minna sporvala á ungum trjám.
Lýsing
Frábrugðin aðaltegundinni einkum að því leiti að hún er hávaxnari, verður allt að 33 m há, mjókeilulaga, ung tré oft með sporvala krónu. Brumhlífar glansandi, brúnar. Barr 7-15 sm löng, 1 mm breið, könglar 6-12 sm langir, 5-7,5 sm breiðir, meira en 1,5 × lengri en þeir eru breiðir. Fræ með auðbrjótanlegri skel.
Uppruni
Síbería.
Sjúkdómar
Laus við sjúkdóma og meindýr.
Harka
1
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð, í þyrpingar, í raðir, í beð.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Afar harðgerð. Þessi undirtegund verður töluvert hærri en sú evrópska eða um 40 m í heimkynnum sínum.
Útbreiðsla
Vex oft á blautum grófum jarðvegi í heimkynnum sínum.