Pinus contorta

Ættkvísl
Pinus
Nafn
contorta
Ssp./var
v. contorta
Höfundur undirteg.
Dougl. ex Loud.
Íslenskt nafn
Strandfura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
3-11 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lítið tré sem verður 3-11 m hátt oftast jarðlægt. Krónan ± hnöttótt.
Lýsing
Börkur allt að 2,5 sm þykkur, dökkbrúnn til grásvartur, smáhreistraður. Nálar < en 5 sm langar, um 1,4-1,7 mm breiðar, djúpgrænar, oftast með 2 kvoðuganga. Könglar mjög skakkir og bognir, standa lengi en sleppa fræinu oftast fljótt eftir þroska. Hreisturskildir dálítið keilulaga.
Uppruni
Bandaríkin í strandhéruðum frá S Alaska til Kaliforníu.
Sjúkdómar
Furulús.
Harka
7
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skógrækt.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum. Harðgerð, þolir illa flutning, hægvaxta, skýla þarf ungplöntum, sumar plöntur þroska fræ óvenju ungar.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem vert væri að prufa hérlendis. T.d. 'Frisian Gold', með gullið barr, 'Compacta' og 'Pendula'