Pinus contorta

Ættkvísl
Pinus
Nafn
contorta
Ssp./var
ssp. latifolia
Höfundur undirteg.
(Engelm.) Critchf.
Íslenskt nafn
Stafafura
Ætt
Þallarætt (Pinaceae).
Samheiti
Pinus contorta v. latifolia Wats.
Lífsform
Sígrænt tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
7-20 m
Vaxtarlag
Hátt tré með grannan stofn, 20-35 m hátt. Króna mjókeilulaga.
Lýsing
Börkur þunnur, ljósbrúnn eða rauðbrúnleitur, < 1 sm þykkur. Barrnálar yfirleitt > 5 sm langar, 1,3-1,7 mm breiðar og með 2 kvoðuganga. Könglar mynda ± bil rétt horn við greinina, sjaldan kengbognir, standa lengi.
Uppruni
Frá Kanada suður eftir Klettafjöllum og suður í Kóloradó.
Harka
4
Heimildir
1,7,9
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skógrækt eða sem stakstæð tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár misgamlar plöntur. Þær eru fallegar og þrífast vel. Eiga það til að sólbrenna á vorin. Harðgerð. Skýla þarf ungplöntum.
Útbreiðsla
Þetta er meginlands form.